- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland mætir kannski Grænhöfðaeyjum á HM

Hver veit nema að íslensku landsliðsmennirnir glími við Grænhöfðeyinga á HM á næsta ári. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mun hugsanlega leika við landslið Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð og í Póllandi á næsta ári. Eftir að Afríkumótinu lauk í gær er ljóst að Egyptaland, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Túnis og Alsír keppa fyrir hönd Afríku á mótinu.


Landslið Grænhöfðaeyja hafnaði í öðru sæti á Afríkumótinu og tekur sæti í C-riðli heimsmeistaramótsins. Þegar dregið var í riðla HM 2. júlí sl. voru Afríkuliðin dregin í riðlana átta sem Afríka1, Afríka2 osfrv.


Sem fyrr segir þá tekur landslið Grænhöfðaeyja sæti í C-riðli mótsins en þar eru fyrir Svíþjóð, Brasilía og Úrúgvæ. Takist Grænhöfðeyingum að komast upp úr riðlinum mæta þeir liðum úr D-riðli í milliriðlakeppni HM. Ísland er eitt fjögurra liða í D-riðli ásamt Portúgal, Ungverjalandi og Suður Kóreu. Þrjú af fjórum liðum komast upp úr riðlinum og fara í krossspil við lið úr C-riðli. Þar með opnast möguleiki á fyrstu viðureign Íslands og Grænhöfðaeyja á handknattleikssviðinu.


Grænhöfðaeyjar tóku fyrst þátt í HM í Egyptalandi 2021. Þátttaka varð endasleppt. Liðið varð að draga sig úr keppni eftir einn leik þegar kórónuveiran lagði þá fáu leikmenn sem eftir voru í liðinu. Um helmingur leikmannahópsins auk þjálfara komst aldrei til Egyptalands eftir að veirunni sló niður í bækistöðvar liðsins í Portúgal rétt fyrir brottför til Kaíró.


Grænhöfðaeyjar eru nærri 600 km undan vesturströnd Afríku og bera nafn sitt af höfða á strönd Senegal. Á eyjunum býr um hálf milljón íbúa.


Þess má geta að um skeið voru mikil tengsl á milli Íslands og Grænhöfðaeyja. Ísland veitti eyjunum þróunaraðstoð frá 1979 til 1993 og skipaði sendiherra í landinu.

A:SpánnSvartfj.landChileÍran
B:FrakklandPóllandS-ArabíaSlóvenía
C:SvíþjóðBrasilíaGrænh.eyjarÚrúgvæ
D:ÍslandPortúgalUngv.landS-Kórea
E:ÞýskalandKatarSerbíaAlsír
F:NoregurN-MakedóníaArgentínaHolland
G:Egyptal.KróatíaMarokkóBandaríkin
H:DanmörkBelgíaBareinTúnis

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -