- Auglýsing -
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Norður Makedóníu 20.-26. júlí í sumar. Hátíðin fer fram annað hvert á og er ætluð ungu íþróttafólki Evrópu, 17 ára og yngri. Keppt er í nokkrum íþróttagreinum, þar á meðal handknattleik. Aðeins átta lið pilta og jafnmörg stúlknalið fá boð um þátttöku.
Undanfarin ár hefur 17 ára landslið Íslands í piltaflokki tekið þátt. Í sumar hefur Ísland einnig rétt til þess senda stúlknalið til leiks í ljósi afbragðs árangurs 16 ára landsliðsins á Opna Evrópumótinu í Gautaborg síðasta sumar.
Nýverið var dregið í riðla handknattleikskeppni Ólympíuhátíðarinnar. Riðlaskipting er sem hér segir:
A-riðill - stúlkur:
Holland.
Frakkland.
Þýskaland.
Ungverjaland.
B-riðill - stúlkur:
Ísland.
Noregur.
Sviss.
Norður Makedónía.
A-riðill - piltar:
Króatía.
Ísland.
Spánn.
Norður Makedónía.
B-riðill - piltar:
Noregur.
Ungverjaland.
Þýskaland.
Portúgal.
- Auglýsing -