- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Herslumuninn vantaði – bronsleikur bíður Íslands á sunnudaginn

- Auglýsing -

Ísland leikur um bronsverðlaun á Evrópumóti karla á sunnudag eftir tap fyrir Danmörku, 31:28, í hörkuleik í undanúrslitum í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Ísland mætir Króatíu, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, í leiknum um bronsverðlaunin á sunnudag klukkan 14.15.

Danmörk mætir Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason þjálfar, í úrslitaleiknum á sunnudaginn klukkan 17.


Íslenska lansliðið byrjaðir afar vel og var með yfirhöndina fyrstu 15 til 20 mínúturnar. Danir voru í miklu basli en tókst með þolinmæði að komast yfir. Munaði þar mestu um átta markalausar mínútur hjá íslenska liðinu. Áfram var jafnvægi í leiknum. Í hálfleik voru Danir marki yfir, 14:13, og hreint ómögulegt að veðja á hvort liðið færi með sigur úr bítum.

Úrslitaleikir á sunnudag:
Bronsleikur: Króatía - Ísland, kl. 14.15.
Gullleikur: Þýskaland - Danmörk, kl. 17.

Áfram var spenna og allt í járnum fram eftir öllum síðari hálfleik. Til þess að vinna Dani á heimavelli þarf nánast allt að gang upp hjá andstæðingum þess. Þrátt fyrir frábæra vörn og öflugan sóknarleik þá sigur Danir fram upp miðjum síðari hálfleik. Þeir komust fjórum mörkum yfir, 27:23, átta mínútum fyrir leikslok. Þann mun tókst íslenska landsliðinu ekki að vinna upp.

Þrátt fyrir að við ofurefli væri að ræða utan vallar sem innan í Jyske Bank Boxen, en liðlega 14 þúsund Danir voru í keppnishöllinnni þá geta allir Íslendinga gengir stoltir frá viðureigninni og borið höfuð hátt, jafn leikmenn, starfsmenn og stuðningsmenn.

Þeir 100 Íslendingar sem fengu upp á náð og miksunn aðgöngumið voru fráfrábærir. Þeir drógu ekkert af sér frá því löngu fyrir leik og langt fram yfir leikslok þegar heyra mátti þá syngja, Ísland!, Ísland! á leið sinni úr keppnishöllinni.

Sérsveitin lét svo sannarlega til sín taka í kvöld í Jyske Bank Boxen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Mörk Íslands: Janus Daði Smárason 8, Orri Freyr Þorkelsson 7/6, Ómar Ingi Magnússon 6, Elliði Snær Viðarsson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 1, Viggó Kristjánsson 1/1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 6/1, 17,1% – Björgvin Páll Gústavsson 0.

Mörk Danmerkur: Mathias Gidsel 7, Johan Hansen 6/4, Simon Pytlick 5, Magnus Landin 4, Thomas Arnoldsen 2, Emil Jakobsen 2/1, Magnus Saugstrup 2, Rasmus Lauge 1, Simon Hald 1.
Varin skot: Emil Nielsen 4/3, 17,4% – Kevin Møller 2/1, 20%.

Handbolti.is var í Jyske Bank Boxen og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -