- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland verður þátttökuþjóð á HM í 21. sinn

Að hámarki 1.500 áhorfendur verða á hverjum leik Íslands í riðlakeppni HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistaramótið í handknattleik karla hefst í Egyptalandi 13. janúar og lýkur með úrslitaleik sunnudaginn 31. janúar. Þetta verður í 27. sinn sem blásið er til leiks á heimsmeistaramóti karla og í annað sinn sem Egyptar verða gestgjafar. Þeir héldu mótið einnig vorið 1999. Nú verða í fyrsta sinn 32 þátttökuþjóðir en þeim var síðast fjölgað úr 16 í 24 þegar HM fór fram á Íslandi árið 1995.

Ísland tekur þátt í HM í 21. skipti en fyrst vann íslenska landsliðið sér þátttökurétt á HM sem haldið var í Austur-Þýskalandi í lok febrúar og í byrjun mars 1958. Svíar unnu HM 1958. Þeir lögðu landslið Tékkóslóvakíu í úrslitaleik, 22:12. Austur-Þýskaland vann Danmörku í leiknum um bronsið, 16:13.

Tékkar voru fyrsti andstæðingur Íslands á HM í Hermann Giesler Halle í Magdeburg 27. febrúar 1958. Leiknum lauk með 10 marka sigri Tékka. 27:17. Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði fyrsta mark Íslands á HM.

Íslenska landsliðið hefur aldrei unnið til verðlauna á HM. Besti árangur Íslands er 5. sæti á HM 1997 og 6. sæti 1961, 1986 og 2011.

Hér fyrir neðan er listi yfir þær þær þjóðir sem unnið hafa til verðlauna á HM frá því að fyrsta mótið var haldið 1938.

Verðlaun á HM karla frá 1938 til 2019.

11 verðlaun: Frakkland, Svíþjóð.
6 verðlaun: Rúmenía.
5 verðlaun: Danmörk Króatía, Tékkóslóvakía, Þýskaland.
4 verðlaun: Austur-Þýskaland, Júgóslavía, Pólland.
3 verðlaun: Rússland, Sovétríkin, Spánn.
2 verðlaun: Noregur, Serbía/Svartfjallaland.
1 verðlaun: Slóvenía, Austurríki, Ungverjaland, Katar, Vestur-Þýskaland.

Gullverðlaunahafar:

Frakkland – 6 (1995, 2001, 2009, 2011, 2015, 2017).
Svíþjóð – 4 (1954, 1958, 1990, 1999).
Rúmenía – 4 (1961, 1964, 1970, 1974).
Þýskaland – 2 (1938, 2007).
Rússland – 2 (1993, 1997).
Spánn – 2 (2005, 2013).
Króatía – 1 (2003).
Danmörk – 1 (2019).
Tékkóslóvakía – 1 (1967).
Sovétríkin – 1 (1982).
Júgóslavía – 1 (1986).
Vestur-Þýskaland – 1 (1978).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -