Stórleikur verður í átta liða úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handknattleik þegar Íslandsmeistarar Fram mæta bikarmeisturum Vals en til stendur að leikið verði í átta liða úrslitum 7. og 8. febrúar. Fram á heimaleikjarétt.
Víkingur sem leikur í Grill66-deild kvenna mætir Haukum á heimavelli. Selfoss og HK eigast við í Sethöllinni og Stjarnan fær ÍBV í heimsókn.
Bikarmeistarar Vals í handknattleik karla drógust gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum og verður leikurinn í TM-höllinni annað hvort 15. eða 16. febrúar.
Hörður sækir Hauka heim, ÍR leikur við Fram í Skógaseli. KA fær Aftureldingu í heimsókn.
Handbolti.is fylgdist með drættinum í hádeginu í 8-liða úrslitin í hádeginu í dag þar sem einnig var kynnt nýtt heiti á bikarkeppninni, Poweradebikarinn. Skrifað var undir samning til nokkurra ára af þessu tilefni.