- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals byrja í fyrstu umferð í Evrópu

Valsliðið heldur áfram að fagna og safna titlum undir stjórn Ágústs Þórs Jóhannssonar. Mynd/Baldur29gmail.com - Valur handbolti
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna taka þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í haust og mæta til leiks strax í fyrstu umferð. Tólf lið verða með í fyrstu umferð og verður Valur í efri styrleikaflokki.

Liðin sem dregin voru út í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna 18. júlí:

Efri flokkur:Neðri flokkur:
Hypo NÖ (Austurr.)VfL Oldenburg (Þýs.)
AC PAOK (Grikkl.)JDA Bourgogne Dijon HB (Fr.)
ValurHC Dunarea Braila (Rúm.)
Molde HK (Noregi.)Larvik HK (Noregi.)
Costa del sol Málaga (Sp.)Önnereds HK (Svíþ.)
ZRK Zeleznicar (Serb.)Spono Eagles (Sviss)

Önnur umferð í nóvember

Takist Val að komast í gegnum fyrstu umferð, sem fer fram tvær síðustu helgarnar í september, tekur við önnur umferð í undankeppninni upp úr miðjum nóvember. Valur verður þá í neðri styrkleikaflokki verði nafn liðsins skálunum.

Aðeins leika 16 lið í Evrópudeild kvenna en ekki 24 eins og í karlaflokki. Fjögur lið hafa frátekið sæti í Evrópudeildinni og sleppa þar með forkeppninni. Liðin fjögur eru: Nykøbing Håndbold (Danmörku), Thüringen HC (Þýskalandi), CS Gloria 2018 BN (Rúmeníu), Mosonmagyarovari (Ungverjalandi).

Sjá einnig: ÍBV er eitt af 32 liðum í efri styrkleikaflokki

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -