- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslandsmeistararnir unnu nýliðana í Kaplakrika

FH-ingurinn Jóhannes Berg Andrason auðum sjó gegn Bergi Bjartmarssyni markverði Fjölni. Haraldur Björn Hjörleifsson leikmaður Fjölnis og Jakob Martin Ásgeirsson, FH, fylgjast með. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Íslandsmeistarar FH eru komnir í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir að þeir unnu Fjölni, 25:18, í síðasta leik sjöttu umferðar í Kaplakrika í kvöld. Aðeins var tveggja marka munur á liðunum eftir fyrri hálfleik, 13:11, FH í hag sem er stigi fyrir ofan Aftureldingu en hefur reyndar leikið einum leik fleira.

Stórleikur Daníels Freys Andréssonar markvarðar FH hafði mikið að segja að þessu sinni. Daníel Freyr varði 16 skot, 50%, þar af eitt vítakast. Varnarleikur Hafnfirðinga var einnig til mikils sóma og studdi vel við markvörðinn.

Ólafur með í fyrsta sinn

Aron Pálmarsson var ekki með FH að þessu sinni. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Aron missir af vegna hnémeiðsla. Á hinn bóginn var það gleðiefni fyrir FH-liðið að Ólafur Gústafsson var með í fyrsta sinn á leiktíðinni þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Ólafur fór í aðgerð á hné snemma í september eftir að hafa verið með FH í tveimur leikjum í Hafnarfjarðarmótinu síðla í ágúst.

Fjölnismenn eru í 9. sæti af 12 liðum Olísdeildar með fjögur stig. Þeir áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum að þessu sinni. Varnarleikurinn var betri og Bergur Bjartmarsson markvörður átti prýðilegan leik.

Elvar Þór Ólafsson leikmaður Fjölnis var ekki með í kvöld fremur en í síðustu leikjum. Elvar Þór meiddist á öxl í leik Fjölnis og ÍBV í lok september.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 5/1, Jón Bjarni Ólafsson 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Birgir Már Birgisson 4, Einar Örn Sindrason 3, Jóhannes Berg Andrason 2, Gunnar Kári Bragason 1, Garðar Ingi Sindrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 16/1, 50% – Birkir Fannar Bragason 1, 33,3%.

Mörk Fjölnis: Haraldur Björn Hjörleifsson 5, Björgvin Páll Rúnarsson 4/1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Viktor Berg Grétarsson 3, Brynjar Óli Kristjánsson 2.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 14/1, 36,8%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -