- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslandsmeistari hjá Val er í EM-hópi Ungverja

Martin Nagy fyrrverandi markvörður Vals æfingahópi Ungverja fyrir EM. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

Hinn þrautreyndi ungverski markvörður, Roland Mikler, gaf ekki kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í Evrópumótinu í handknattleik karla í næsta mánuði. Ungverjar verða með íslenska landsliðinu í riðli á mótinu.

Fjórir markverðir eru í 25 manna hóp sem Chema Rodriguez valdi og kemur saman til æfinga á milli jóla og nýars. Meðal þeirra er Martin Nagy sem varð Íslandsmeistari með Val vorið 2021 og gekk síðan til liðs við Gummersbach. Hann er núna einn markvarða Pick Szeged og er liðsfélagi Mikler.


Rodriguez segir að Mikler hafði ekki gefið kost á sér í hópinn. Hann sé orðinn 39 ára gamall og telur álagið sem fylgir þátttöku með landsliðinu á EM mun koma niður á sér þegar líður á keppnistímabilið með Pick Szeged. Liðið er í Meistaradeild Evrópu auk þess að standa árlega í harðri keppni við Telekom Veszprém um ungverska meistaratitilinn. Mikler var fyrst með í lokakeppni EM 2006 í Sviss en hefur stöðugt verið í ungverska hópnum í lokakeppni EM frá 2012.

Íslenska landsliðið mætir ungverska landsliðinu í síðustu umferð riðlakeppninnar í Ólympíuhöllinni í München 16. janúar.

Ungverski æfingarhópurinn fyrir EM.

Markverðir:
Arian Ando (Balatonfüred KSE).
Laszlo Bartucz (Mol Tatabánya KC).
Martin Nagy (Pick Szeged).
Kristof Palasics (Logrono La Rioja).
Aðrir leikmenn:
Pedro Rodriguez Alvarez (Mol Tatabánya KC).
Zsolt Krakovszki (HSA-NEKA).
Bence Imre (FTC Green Collect).
Gabor Anscin (Mol Tatabánya KC).
Mate Onodi-Janoskuti (FTC-Green Collect).
Dominik Mathe (PSG Handball).
Zoran Ilic (HSV Hamburg).
Mate Lekai (FTC Green Collect).
Adam Juhasz (Mol Tatabánya KC).
Egon Hanusz (TVB Stuttgart).
Gergo Fazekas (Orlen Wisla Plock).
Bence Banhidi (Pick Szeged).
Miklos Rosta (CS Dinamo Búkarest)
Szabolcs Szöllösi (Dabas KC).
Adrian Sipos (MT Melsungen).
Richard Bodo (Pick Szeged).
Patrik Ligetvari (Telekom Veszprém).
Zoltan Szita (Pick Szeged).
Bendeguz Boka (KSE Balatonfüredi).
Bence Krakovszki (Mol Tatabánya KC).
Robin Molnar (HSA-NEKA).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -