Spænska handknattleiksliðið CBM Elche, sem mætti KA/Þór og síðar Val í Evrópubikarkeppnini í handknattleik fyrir fáeinum árum, varð í kvöld Evrópubikarmeistari í handknattleik kvenna.
CBM Elche vann slóvakíumeistara MSK IUVENTA Michalovce, 28:22, í síðari viðureign liðanna í kvöld í Michalovce í Slóvakíu og samanlagt, 50:42.
Eftir tveggja marka sigur á heimavelli um síðustu helgi, 22:20, réðu CBM Elche lögum og lofum í síðari leiknum í kvöld. Forskotið var fimm mörk eftir fyrri hálfleik, 15:10.
Tessa van Zijl og Danila So Delgado skoruðu fimm mörk hvor fyrir CBM Elche. Patricia Wollingerova lék á als oddi hjá MSK IUVENTA Michalovce og skoraði 11 mörk.
Spænsk lið hafa farið mikinn í Evrópubikarkeppninni á síðustu árum og hafa þrisvar á síðustu fjórum árum staðið uppi sem sigurvegarar.