Íslendingarnir hjá SC DHfK Leipzig fögnuðu góðum sigri á heimavelli á liðsmönnum Stuttgart í fyrsta umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag, 33:24. Ekki nóg með að þeir unnu leikinn heldur lögðu þeir lóð sín á vogarskálarnar.
Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk, eitt þeirra úr vítakasti, og gaf tvær stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði tvisvar sinnum og átti fjórar stoðsendingar.
Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig sem fyrr.
Matej Klima var markahæstur hjá Leipzig með sjö mörk. Gianfranco Pribetic var markahæstur í jöfnu liði Stuttgart með sjö mörk.
Í síðasta leik 1. umferðar þýsku 1. deildarinnar þá vann Bietigheim liðsmenn Potsdam í nýliðaslag í Berlín, 28:26.
Staðan víða í Evrópu, m.a. í 1. deild karla í Þýskalandi er hér.