- Auglýsing -
Blomberg-Lippe leikur til úrslita um þýska meistaratitilinn í handknattleik kvenna. Liðið vann Dortmund með sex marka mun, 32:26, í oddaleik liðanna í Dortmund í dag. Á morgun skýrist hvort Blomberg-Lippe mætir Ludwigshafen eða Thüringer HC í úrslitum. Tvö síðarnefndu liðin eigast við í oddaleik á morgun.
Andrea Jacbosen lék ekki með Blomberg-Lippe í dag. Díana Dögg Magnúsdóttir tók þátt í viðureigninni en skoraði ekki mark.
Blomberg-Lippe liðið lék afar vel í dag, ekki síst var varnarleikur liðsins öflugur í heimsókninni til Sporthalle Wellinghofen í Dortmund. Forskot Blomberg var fimm mörk þegar fyrri hálfleikur var að baki, 16:11.
- Auglýsing -