- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaliðið tapaði á heimavelli

Einar Þorsteinn Ólafsson leikmaður íslenska landsliðsins og danska liðsins Fredericia HK. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, tapaði á heimavelli í dag fyrir Mors-Thy, 35:32. Fyrir vikið færðist Mors-Thy upp í þriðja sæti deildarinnar. Fredericia HK féll niður um eitt sæti, í það fjórða. Liðin hafa jafn mörg stig, 29 hvort, þegar þrjár umferðir eru eftir.

Skanderborg AGF, með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, getur krækt í þriðja sætið í kvöld vinni liðið Nordsjælland á Sjálandi.

Leikmenn Mors-Thy voru með frumkvæðið í leiknum í Fredericia í dag. Forskotið var tvö mörk þegar fyrri hálfleikur var að baki, 18:16.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Fredericia HK. Einar kveður félagið að lokinni þriggja ára veru í sumar og flytur til Hamborgar í Þýskalandi.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -