- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar berjast á toppnum í Portúgal

Þorsteinn Leó Gunnarsson stórskytta hjá Porto og landsliðsmaður í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Barátta Sporting Lissabon og Porto um efsta sæti portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik heldur áfram. Bæði lið unnu leiki sína um helgina og standa þau þar með áfram jöfn að stigum, hafa 27 stig hvort eftir níu umferðir.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk í fimm skotum í átta marka sigri Sporting í gær á Marítimo Madeira á eyjunni fögru, 31:23. Francisco Costa var markahæstur með 10 mörk.

Þorsteinn Leó Gunnarsson og samherjar í Porto voru búnir að jafna sig eftir snögga ferð til Íslands og jafnteflisleik við Val í Evrópudeildinni þegar þeir unnu ABC de Braga, 38:28, á heimavelli á laugardaginn. Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk í fjórum skotum.

Eins og kom fram á handbolti.is á laugardaginn skoraði Stiven Tobar Valencia fjögur mörk í fjögurra marka sigri Benfica á Avanca/Bioria, 32:28, á föstudagskvöld. Einnig var Stiven Tobar einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur. Benfica er sem fyrr í þriðja sæti portúgölsku 1. deildarinnar, næst á eftir Porto og Sporting.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -