- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar eru í toppbaráttu í Svíþjóð

Dagur Sverrir Kristjánsson er einn Íslendinganna hjá Karlskrona. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Grannliðin IFK Kristianstad og HK Karlskrona færðust upp í annað og þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í kvöld með góðum sigrum í viðureignum sínum. Hvort lið hefur 13 stig eftir 10 leiki, tveimur stigum á eftir Ystads IF sem á reyndar leik til góða. Íslenskir handknattleiksmenn komu talsvert við sögu í leikjunum.


Allt annað gengi er á Karlskrona á þessari leiktíð samanborið það síðasta þegar liðið var í fallhættu frá upphafi. Í kvöld vann liðið meistara IF Sävehof á heimavelli, 34:31. Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Karlskrona. Ólafur Andrés Guðmundsson var í leikmannahópnum en var ekki á meðal þeirra sem skoruðu. Þorgils Jón Svölu Baldursson var ekki með fremur en í síðustu leikjum.

Því miður hefur ekki gengið vel að fá ábyggilegar upplýsingar um þátttöku Phil Döhler markvarðar HK Karlskrona.

Tryggvi Þórisson var á meðal leikmanna Sävehof en ekki í hópi þeirra sem skoraði mörkin.

Einar Bragi með fimm mörk

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði fimm mörk þegar IFK Kristianstad gerði góða ferð til Malmö og vann heimaliðið, 36:26.

Arnar Birkir skoraði 6 mörk

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex mörk þegar Amo HK tapaði á heimavelli fyrir Helsingborg, 30:29, í fyrsta leik Amo-liðsins eftir þjálfaraskiptin. Amo er í 12. sæti af 14 liðum með sex stig.

Leikmenn Amo HK verða að bíta í skjaldarrendur í næstu leikjum svo liðið sogist ekki nær neðstu liðunum tveimur Guif og Skånela.

Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -