- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar fara tómhentir frá Berlín

Arnór Snær Óskarsson ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni þjálfara Gummersbach. Mynd/Gummersbach
- Auglýsing -

Gummersbach tapaði fyrir Füchse Berlin með þriggja marka mun, 29:26, í viðureign liðanna í 30. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Berlínarliðið reyndist sterkara á endasprettinum en staðan var jöfn, 24:24, þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka.

Arnór Snær Óskarsson og Elliði Snær Viðarsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Gummersbach-liðið sem er þjálfað af Guðjóni Val Sigurðssyni eins og undanfarin fjögur ár. Kristjan Horzen og Giorgi Tskhovrebadze voru markahæstur með sex mörk hvor.
Arnór Snær átti þrjár stoðsendingar.

Danirnir Hans Lindberg og Mathias Gidsel skoruðu samanlagt 17 mörk fyrir Füchse, þar af skoraði Lindberg átta af 10 mörkum sínum úr vítaköstum.

Füchse hafði fjögurra marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Gummersbach tók að sækja verulega á og jafna metin þegar kom fram í síðari hálfleik áður en heimaliðið átti endasprettinn vel stutt af nærri 8.800 áhorfendum í Max-Schmeling-Halle.

Með sigrinum tókst Füchse að tylla sér í efsta sætið, a.m.k. um skeið. Magdeburg á leik við Lemgo á útivelli síðar í dag.

Gummersbach er í sjöunda sæti, stigi og leik á eftir Hannover-Burgdorf.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -