- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar fögnuðu í Svíþjóð

Daníel Freyr Andrésson markvörðurog félagar í Guif unnu í dag. Mynd/Eskilstuna Guif

Íslenskir handknattleiksmenn sem leika í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla fögnuðu sigri í dag með liðum sínum, IFK Skövde og Guif Eskilstuna. Daníel Freyr Andrésson átti framúrskarandi leik með Guif er liðið vann Hammarby í Stokkhólmi í dag, 27:25.


Daníel Freyr varði 15, skot, 39,4% í kærkomnum sigri liðsins en Guif er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Sem stendur er Guif í níunda sæti með 22 stig eins og Lugi frá Lundi sem er sem stendur í áttunda sæti.


Bjarni Ófeigur Valdimarsson kom ekki mikið við sögu þegar IFK Skövde vann HK Malmö, 28:25, á heimavelli. Hann skorað ekki mark en átti þrjú markskot sem geiguðu. Skövde situr áfram í fjórða sæti með 34 stig eftir 24 leiki. Sävehof er efst með 41 stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -