- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar hefja úrslitakeppni á naumu tapi

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fredericia Håndboldklub, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar í dönsku úrvalsdeildinni, tapaði í kvöld á heimavelli fyrir meisturum síðasta árs, GOG, 35:34, í hörkuleik í átta liða úrslitum úrvalsdeildarinnar. GOG var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15.


Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark, átta eina stoðsendingu og var einu sinni vikið af leikvelli. Einar Þorsteinn leikur með Fredericia Håndboldklub.

Forgjöf og tveir riðlar

Eins og undanfarin ár fara átta liða úrslitin fram í tveimur fjögurra liða riðlum. Leikin er tvöföld umferð í þeim báðum. Litið er til árangurs í deildarkeppninni áður en riðlakeppnin hefst. GOG og Aaborg Håndbold, tvö efstu lið deildarkeppninnar, hefja riðlakeppnina með tvö stig í forgjöf. Næstu tvö lið á eftir, Skjern og Bjerringbro/Silkeborg, fá eitt stig hvort í forgjöf. Fjögur lið byrja með tvær hendur tómar. Þar á meðal Fredericia Håndboldklub og Ribe-Esbjerg sem skarta Íslendingum innan sinna raða.


Kolding og Skjern skildu jöfn í fyrsta leik A-riðils, 24:24, í Kolding í kvöld. Skjern hefur þar með tvö stig eins og Aalborg sem leikur á morgun við Ribe-Esbjerg. Kolding er með eitt stig.


Í B-riðli er GOG með fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Bjerringbro/Silkeborg hefur eitt stig en mætir Skanderborg Aarhus á morgun. Fredericia Håndboldklub er án stiga. Enn eru 10 stig í pottinum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -