- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar í eldlínu Evrópudeildar

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Þrjú svokölluð Íslendingalið drógust saman í riðil í Evrópudeildinni í handknattleik karla þegar dregið var í riðla keppninnar á tíunda tímanum í morgun. Alls voru nöfn 24 liða í pottinum og voru þau dregin í fjóra riðla með sex liðum í hverjum þeirra. Af liðunum 24 eru Íslendingar leikmenn í fimm liðanna og eitt er þjálfað að Íslendingi.

A-riðill:
Ademar Leon
Wisla PlocK
Medevedi
Toulouse
Fivers
Metalurg

B-riðill:
Nimes
Bucaresti
Tatran Presov
Füchse Berlín
Sporting
IFK Kristianstad (Teitur Örn Einarsson, Ólafur A. Guðmundsson)

C-riðill:
SC Magdeburg (Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon)
Alingsås (Aron Dagur Pálsson)
Besiktas
Montpellier
RK Nexe
HC CSKA

D-riðill:
Tatabanya
Kadetten Schaffhausen (Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari)
Eurofirm Pelister
Rhein-Neckar Löwen (Alexander Petersson, Ýmir Örn Gíslason)
GOG (Viktor Gísli Hallgrímsson)
Trimo Trebjne

Evrópudeild, sem er arftaki EHF-keppninnar, hefst innan skamms og mætast liðin heima og að heiman. Fjögur efstu lið hvers riðils komast í 16-liða útsláttarkeppni í mars, úr henni halda átta liða áfram í útsláttarkeppni í apríl. Loks verður úrslitahelgi Evrópudeildarinnar um miðjan maí á næsta ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -