- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar í eldlínunni í sænsku bikarkeppninni

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn stóðu í ströngu í sænsku bikarkeppninni í handknattleik í kvöld en nokkuð er síðan flautað var til leiks í þeirri ágætu keppni. Í Svíþjóð er sá háttur á í upphafi bikarkeppninnar að efna til keppni í nokkuð mörgum riðlum strax í ágúst sem að þeim loknum skila sextán liðum sæti á næsta stigi keppninnar. Liðunum er styrkleikaraðað þannig að tvö sterk lið eru með tveimur veikari í riðli.

Arnar Birkir komst á blað

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Amo HK þegar liðið vann IFK Skövde, 35:25, á útvelli í annarri umferð 2. riðils sænsku bikarkeppninnar í handknattleiks í kvöld. Sigurinn fór langt með að tryggja Amo HK sæti í 16-liða úrslitum. Síðasti leikur Amo í riðlinum verður við Uppsala HK sem þegar hefur tapað tveimur fyrstu viðureignum sínum. IFK Skövde var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12, en í síðari hálfleik féll leikmönnum allur ketill í eld gegn vaskri sveit Amo HK sem verður nýliði í sænsku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst í næsta mánuði.

Ólafur var starfsmaður B

Íslendingaliðið HF Karlskrona tapaði með ellefu marka mun fyrir Ystads IF HF, 32:21, í Ystad í kvöld í þriðja leik sínum í 3. riðli sænsku bikarkeppninnar. Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði þrjú mörk fyrir Karlskrona sem var öruggt um sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn í kvöld.

Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði eitt mark og Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópnum. Ólafur var skráður starfsmaður B á leikskýrslu. Phil Döhler, markvörður, sem gerði garðinn frægan hjá FH, er markvörður HF Karlskrona um þessar mundir. Engum sögum fer af frammistöðu Þjóðverjans.

Fjarri góðu gamni

Tryggvi Þórisson var ekki í liði Sävehof sem vann stórsigur á Kungälvs, 37:25, í þriðju umferð 2. riðils sænsku bikarkeppninnar. Sävehof var öruggt um sigur í riðlinum og sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn í gær. Færeyingurinn Óli Mittún, sem varð markahæstur á HM 19 ára landsliða á dögunum, skoraði átta mörk fyrir Sävehof og var markahæstur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -