- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar í sigurliðunum þremur í Meistaradeild – myndskeið

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og leikmaður Kolstad. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Norska meistaraliðið Kolstad með þrjá íslenska handknattleiksmenn innanborðs vann leik sinn í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki aðra vikuna í röð í kvöld. Kolstad vann þá dönsku meistarana, Aalborg Håndbold, 25:24, í Þrándheimi. Kolstad heldur þar með sjötta sæti riðilsins, er stigi fyrir ofan Magdeburg sem vann Zagreb í botnslag B-riðils, 36:24, á heimavelli.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad í leiknum jafna við Aalborg í Trondheim Spektrum. Þar á meðal skoraði Sigvaldi Björn sigurmarkið úr vítakasti.

Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu ekki fyrir Kolstad. Magnus Søndenå var markahæstur með sex mörk. Thomas Arnoldsen skoraði sjö mörk fyrir Aalborg.

Markverðir beggja liða, Torbjørn Bergerud hjá Kolstad og Fabian Norsten í marki Aalborg voru í miklum ham. Var hvor þeirra með um 40% hlutfallsmarkvörslu.

Szeged vann Kielce

Janus Daði Smárason og félagar hans í ungverska liðinu Pick Szeged notuðu tækifærið þegar Aalborg tapaði með því að ná þriðja sæti B-riðilsins. Eftir æsilega spennandi og skemmtilegan leik vann Pick Szeged pólska liðið Industria Kielce, 28:27, í Pick-Arena í Szeged. Janus Daði skoraði fjögur mörk auk þriggja stoðsendinga. Þar á meðal skoraði hann 28. mark Szeged, 28:26, hálfri mínútu fyrir leikslok.

Imanol Garciandia Alustiza, Mario Sostaric og Sebastian Frimmel skoruðu fimm mörk hvort fyrir Szeged. Dylan Nahi skoraði sjö sinnum fyrir Kielce og Arkadiusz Moryto var með fimm mörk.

Rólegir Íslendingar

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu eitt mark hvor í 12 marka sigri SC Magdeburg á RK Zagreb í Magdeburg í kvöld í uppgjöri tveggja neðstu liða B-riðils, 36:24.

Sænski hornamaðurinn Isak Persson skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Svisslendingurinn Manuel Zehnder var næstur með sex mörk. Roko Trivkovic og Zvonimir Srna skoruðu fimm mörk hvor fyrir RK Zagreb sem rekur lestina í B-riðli.

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -