- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar koma víða við

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ribe-Esbjerg komst upp í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld með öruggum sigri á heimavelli, 31:25, á liðsmönnum Lemvig-Thyborøn Håndbold.


Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú af mörkum Ribe-Esbjerg og Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvisvar sinnum. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Ribe-Esbjerg frá upphafi til enda og varði 11 skot, þar af tvö vítaköst, 31%.


Daníel Freyr Andrésson varði eitt skot af sjö í marki Lemvig-Thyborøn Håndbold þann tíma sem hann var í sviðsljósinu. Lemvig-Thyborøn Håndbold rekur lestina án stiga eftir fimm umferðir í deildinni ásamt Midtjylland.

Donni vann í Íslendingauppgjöri

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fimm mörk fyrir PAUC þegar liðið sótti Sélestat heim í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Donni og félagar unnu með þriggja marka mun, 29:26. Donni skoraði fimm sinnum í leiknum.


Grétar Ari Guðjónsson varði þrjú skot þann skamma tíma sem hann var í marki Sélestat. Liðið er nýliði í deildinni og er enn sem komið er án stiga. PAUC hefur náð fjórum stigum af sex mögulegum til þessa.

Hannes er efstur

Alpla Hard, liðið sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, er efst í austurrísku 1. deildinni með sjö stig eftir fjórar umferðir. Alpla Hard gerði jafntefli við West Wien, 26:26, á heimavelli í gærkvöld.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -