- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar létu til sín taka í Noregi

Ísak Steinsson markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Drammen. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK
- Auglýsing -


Norsku meistararnir Kolstad unnu Drammen, 31:26, í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki í Kolstad Arena í Þrándheimi í gær og halda þar með öðru sæti deildarinnar. Kolstad er með 16 stig að loknum níu leikjum. Drammen situr áfram í fjórða sæti með tíu stig. Til viðbótar skildu ØIF Arendal og Nærbø jöfn, 33:33. Íslendingar komu við sögu í báðum leikjum.

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu sitt markið hvor í sigurleik Kolstad á Drammen, 31:26. Staðan var 15:14 að loknum fyrri hállfeik. Benedikt Gunnar Óskarsson hafði sig lítt í frammi en átti tvær stoðsendingar.

Ísak Steinsson markvörður U20 ára landsliðsins á EM síðasta sumar varði sjö skot, 24%, á þeim tíma sem hann varði mark Drammen. Viktor Petersen Norberg skoraði tvö mörk fyrir Drammen.

Fullkomin skotnýting

Dagur Gautason skoraði átta mörk, þar af eitt úr vítakasti, í jafntefli ØIF Arendal við Nærbø, 33:33, í Sør Amfi, heimavelli ØIF Arendal.

Dagur var markahæsti leikmaður liðsins og var þar að auki með fullkomna skotnýtingu.

ØIF Arendal er í 7. sæti deildarinnar af 14 liðum með átta stig þegar 10 leikir eru að baki en alls eru leiknar 26 umferðir í norsku úrvalsdeildinni áður en átta efstu liðin snúa sér að úrslitakeppninni og tvö lið úr kjallaranum taka þátt í umspili.

Dagur Gautason leikmaður ØIF Arendal. Mynd/Helge Olsen

Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -