- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar orðaðir við norskt stjörnulið sem er í burðarliðnum

Janus Daði Smárason flytur til Noregs á næsta sumri. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir íslenskir landsliðsmenn í handknattleik eru á óskalista forráðamanna norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad í Þrándheimi en þeir hafa í hyggju að búa til alþjóðlegt stjörnulið leikmanna sem á að komast í hóp allra fremstu röð í Evrópu á næstu árum. Þjálfari þess á að verða Christian Berge núverandi þjálfara norska karlalandsliðsins.


Íslensku leikmennirnir sem um ræðir og eru nefndir í tengslum við félagið eru Janus Daði Smárason sem nú leikur með Göppingen í Þýskalandi og Sigvaldi Björn Guðjónsson hornamaður Vive Kielce í Póllandi. Fleiri leikmenn eru á óskalistanum m.a. norska stórstjarnan Sander Sagosen eftir því fram kemur í umfjöllun á vef TV2 í Noregi. Sagosen er nú í herbúðum Þýskalandsmeistara Kiel.

Sigvaldi Björn Guðjónsson sþekkir vel til í norskum handknattleik. Mynd /EPA


Einnig mun Svíinn Jonathan Carlsbogård, leikmaður Lemgo, og Norðmennirnir Kent Robin Tönnesen og Magnus Fredriksen vera á listanum góða auk Torbjørn Bergerud, landsliðsmarkvarðar Noregs og Sebastian Barthold sem nú leikur með Aalborg Håndbold.

Háleit markmið

Sem fyrr segir hafa forráðamenn Kolstad uppi háleitar hugmyndir að búa til stjörnulið og fylgja þar með fordæmi stjórnenda Aalborg í Danmörku sem hafa rakað til sín stórstjörnum, m.a. Aroni Pálmarssyni og Mikkel Hansen. Sá síðarnefndi kemur til félagsins á næsta sumri.

Getur kostað yfir einn milljarð

Búið er að fá talsvert af peningum inn í verkefnið vegna þess að ekki stendur til að tjalda til einnar nætur. Talið er að kostnaður við stjörnulið af þessu tagi hlaupi á milli 50 og 80 milljónir norskra króna, jafnvirði frá 750 milljóna íslenskra til 1,2 milljarða. Reiknað er með að velta Kolstad þrefaldist. Sé litið til veltur stærstu félaga í Evrópu er þetta síst vanáætlað en þau velta frá fimm og upp í 10 milljónir evra yfir árið.

Er á milli steins og sleggju

Berge landsliðsþjálfari mun hafa óskað eftir því við norska handknattleikssambandið að þjálfa Kolstad-liðið samhliða norska landsliðinu sem hann er samningsbundinn til 2025. Lítill hljómgrunnur er fyrir því innan norska handknattleikssambandsins eftir því sem næsta verður komist. Eins og er forráðamenn félaga í Noregi lítt spennt fyrir að Berge sinni áfram báðum störfum.

Þekkir vel til í Noregi

Sigvaldi Björn þekkir vel til í norskum handknattleik. Hann lék með Elverum frá 2018 til 2020 en Elverum hefur borið ægishjálm yfir önnur norska karlalið á handknattleiksvellinum um langt árabil. Sigvaldi er samningsbundinn Vive Kielce fram á næsta sumar.

Janus Daði er með samning við Göppingen út þessa leiktíð. Hann lék um árabil í Danmörku en flutti til suður Þýskalands sumarið 2020.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -