- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar röðuðu inn mörkum í Magdeburg

Viggó Kristjánsson leikmaður Leipzig og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Íslenskir handknattleiksmenn voru áberandi í viðureign þegar Magdeburg vann Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag, 35:29, á heimavelli. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá Magdeburg. Einnig gaf hann tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson var næstur á eftir með fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar.

Viggó markahæstur

Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Leipzig með níu mörk auk þess að eiga tvær stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði fjögur mörk og átti eina stoðsendingu. Þetta var annar leikur Viggó í röð með Leipzig eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

Philipp Weber skoraði 10 mörk fyrir Magdeburg og var markahæstur. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Leipzig hefur átta stig en er í 10. sæti sem undirstrikar hversu jöfn baráttan er í efri hluta deildarinnar. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig.

Heiðmar og félagar á toppinn

Hannover-Burgdorf fór upp að hlið Melsungen í efsta sæti deildarinnar með sigri á Flensburg í hörkuleik á heimavelli, 31:30. Heiðmar Felixson er sem fyrr aðstoðarþjálfari Hannover Burgdorf sem unnið hefur sex af sjö leikjum sínum í deildinni.

Þýski landsliðsmaðurinn Renars Uscins var markahæstur hjá Hannover-Burgdorf með sex mörk. Hann gaf einnig sex stoðsendingar. Daninn Emil Jakobsen skoraði níu mörk fyrir Flensburg en danskir handknattleiksmenn voru þrír markahæstu leikmenn liðsins.

Í þriðja leik dagsins í deildinni vann Lemgo liðsmenn Stuttgart, 28:24.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -