- Auglýsing -

Íslendingar tóku þátt í metleik í Þýskalandi

- Auglýsing -


Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir tóku þátt í sögulegum leik í gær þegar lið þeirra mætti Thüringer HC í meistarakeppninni í þýska handknattleiknum að viðstöddum metfjölda áhorfendur. Aldrei hafa fleiri áhorfendur greitt aðgang að leik tveggja þýskra félagsliða í kvennaflokki. Alls voru 10.298 áhorfendur á viðureigninni sem fram fór í SAP Garden-keppnishöllinni á Ólympíusvæðinu í München.


Í ljós erfiðra fregna af stöðu handknattleikskvenna í Þýskalandi m.a. vegna bágrar stöðu meistara síðustu ára, HB Ludwigsburg, og tíðinda um að hugsanlega verða leikir HM kvenna ekki sendir út í almennu sjónvarpi í landinu, er aðsóknin á leikinn jákvæð. Vissulega hjálpaði það að í kjölfar kvennaleiksins mættust Füchse Berlin og THW Kiel í meistarakeppninni í karlaflokki.

Ný keppnishöll

SAP Garden-keppnishöllin er ekki sú sama og leikið var í Ólympíuleiknum 1972 og stuðningsmenn íslenska landsliðsins þekkja frá HM 2019 og EM 2023. Um er að ræða nýja keppnishöll sem stendur nærr sjálfum Ólympíuleikvanginum og rúmar 12.500 áhorfendur í sæti.

Naumt tap hjá Andreu, Díönu og Elínu í meistarakeppninni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -