Íslendingarnir þrír hjá Evróumeisturum Magdeburg skoruðu nærri helming marka liðsins í öruggu sigri á Eisenach, 34:29, á heimavelli í kvöld í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar. Magdeburg sjö mörkum yfir í hálfleik, 17:10. Liðið hefur fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.
Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar. Gísi Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm sinnum auk þriggja stoðsendinga. Gísla Þorgeiri var einu sinni vikið af leikvelli. Elvar Örn Jónsson skoraði tvisvar sinnum.
Einar Þorsteinn Ólafsson og liðsfélagar í HSV Hamburg tókst ekki að fylgja eftir sigrinum í fyrstu umferð. Þeir máttu sætta sig við tap, 33:29, fyrir Hannover-Burgdorf á heimavelli. Gestirnir voru betri þegar kom fram í síðari hálfleik og unnu um margt sanngjarnan sigur.
Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Einar Þorsteinn skoraði ekki mark fyrir HSV Hamburg. Hann átti eina stoðsendingu og var einu sinni vikið af leikvelli enda fyrst og fremst varnarmaður hjá liðinu.