Þrír Íslendingar komu við sögu hjá Kolstad í gær þegar liðið vann Fjellhammer, 29:23, á heimavelli í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú af mörkum Kolstad og gaf þrjár stoðsendingar.
Sigvaldi Björn Guðjónsson, fyrirliði Kolstad, skoraði tvisvar og gaf eina stoðsendingu. Arnór Snær Óskarsson skoraði ekki mark. Simen Ulstad var markahæstur hjá Kolstad með sjö mörk.
Eftir slæman skell fyrir Elverum í síðustu viku risu Dagur Gautason og félagar í ungu liði ØIF Arendal upp á afturlappirnar í gær og vann Sandnes á útivelli, 31:27. Sandnes-ingar voru marki yfir í hálfleik, 13:12.
Dagur skoraði fjögur mörk fyrir ØIF Arendal.
Nýliðar Sandefjord unnu sinn fyrsta leik í deildinni í gær þegar þeir lögðu Nærbø, 25:24, í Jotunhallen í Sandefjord. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Sandefjord. Phil Döhler markvörður sem lék um árabil með FH stóð í marki Sandefjord nær allan leikinn og varði 12 skot, 35%.
Viðureign Elverum og Drammen var frestað vegna þátttöku Elverum í forkeppni Evrópudeildar á laugardaginn.
Staðan í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki: