Íslenskir handknattleiksmenn voru í sigurliðum í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í karlaflokki í kvöld. PAUC, Nancy, Sélestat og Ivry unnu sína andstæðinga og taka sæti í 16-liða úrslitum.
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC þegar liðið lagði Sarrebourg, 33:26, á útivelli.
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex skot, 38%, í stórsigri Nantes á Tremblay á útivelli, 36:24.
- Grétar Ari Guðjónsson varði fjögur skot, 22%, þegar lið hans Sélestat vann Nancy með eins marks mun, 27:26, á heimavelli Nancy.
- US Ivry vann Cherbourg örugglega með 15 marka mun á heimavelli, 34:19. Darri Aronsson er að jafna sig eftir ristarbrot í sumar og var ekki með Ivry af þeim sökum.
- Keppni hefst í frönsku 1. deildinni á föstudaginn.
- Auglýsing -