- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingarnir í Skara stöðvuðu sigurgöngu Västerås

Aldís Ásta Heimisdóttir leikmaður Skara HF í Svíþjóð. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Eftir tap fyrir VästeråsIrsta HF fyrir skömmu tókst leikmönnum Skara HF með íslensku handknattleikskonurnar þrjár í broddi fylkingar að ná fram hefndum í kvöld og vinna öruggan og góðan sigur á heimavelli, 31:25, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. VästeråsIrsta HF hafði unnið fimm leiki í röð þegar kom að heimsókninni til Skara í kvöld.


Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk og átti þrjár stoðsendingar í liði Skara HF auk þess að vera vísað af leikvelli einu sinni. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skorað tvö mörk en Ásdís Guðmundsdóttir skoraði ekki mark að þessu sinni. Laerke Sørensen markvörður Skara HF stóð vaktina af árverkni í markinu og var með 39,5% markvörslu. Munaði sannarlega um minna, ekki síst vegna þessa að markverðir virtust miður sín.


Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 14:14.


Skara situr í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig eftir 12 leiki, er stigi fyrir ofan Hallby sem leikið hefur þrettán sinnum.

Kungälvs er í sjöunda sæti með 12 stig. Sävehof hefur talsverða yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur 26 stig eftir 13 leiki og er níu stigum framar en H65 Höör sem kemur næst á eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -