- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaslagur framundan

Ólafur Andrés Guðmundsson fyrirliði IFK Kristianstad sem er efst og ósigrað í sænsku úrvalsdeildinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það verður boðið upp á Íslendingaslag í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla þegar TTH Holstebro frá Danmörku, sem Óðinn Þór Ríkharðsson  leikur með, mætir þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Með Löwen leika landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason.  Dregið var til annarrar umferðar keppninnar í morgun.  Nöfn fleiri Íslendingaliða voru í hattinum sem dregið var upp úr.

Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson og samherjar í IFK Kristianstad frá Svíþjóð drógust gegn pólska liði Azoty Pulawy. Pólska liðið sló út Selfoss í þriðju umferð EHF-keppninnar fyrir tveimur árum.

Viktor Gísli Hallgrímsson og liðs hans GOG í Danmörku leikur við svissneska liðið Pfadi Winterthur. Danska liðið Skjern, sem hefur Elvar Örn Jónsson innan sinna raða, drógst gegn Montpellier frá Frakklandi en Montpellier vann Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum og hefur á að skipa mörgum afar snjöllum leikmönnum.

Af öðrum liðum sem mætast í keppninni í aðra umferð má m.a. nefna danska liðið Bjerringbro/Silkeborg sem sló úr lærisveina Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Melsungen í fyrstu umfeðr leika við ZSKA Moskvu. Rúmenska liðið HC Potaissa Turda, sem lagði Valsmenn og Eyjamenn, í undanúrslitum Áskorendakeppninnar, 2018 og 2019, leikur við franska liðið Fenix Toulose.

Eftirfarandi lið drógust saman í aðra umferð:

KS Azoty Pulawy – IFK Kristianstad
BM Benidorm  – Fivers WAT Margareten
TTH Holstebro  – Rhein-Neckar Löwen
Bjerringbro-Silkeborg  – ZSKA Moskau
HC Potaissa Turda  – Fenix Toulose
Bidasoa Irun  – RK Nexe Nasice
Metalurg Skopje  – HC Kriens-Luzern
GOG Gudme  – Pfadi Winterthur
Skjern – Montpellier HB
B. Braun Gyöngyös  – Füchse Berlin
RK Trimo Trebnje  – Balatonfüredi KSE
HC Dobrogea Constanta – Sporting CP Lissabon

Leikirnir eiga að fara fram frá 22. til 29. september og verður leikið heima og að heiman.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -