- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingum tókst ekki að stöðva Berlínarrefina

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Füchse Berlin virðist vera með besta liðið í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla um þessar mundir. Vart verður harðlega mælt á móti því eftir að liðið vann tíunda leikinn í röð í deildinni í kvöld. Berlínarrefirnir lögðu MT Melsungen, 37:31, í Max Schmeling Halle í Berlin í uppgjöri tveggja efstu lið deildarinnar.

Þar með munar fjórum stigum Füchse Berlin og MT Melsungen eftir tíu umferðir. Uppselt var í Max Schmeling Halle að þessu sinni, 9.000 áhorfendur lögðu leið sína á leikinn.


Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir MT Melsungen og gaf þrjár stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði einu sinni.

Lasse Andersson var markahæstur hjá Füchse Berlin með 11 mörk. Landar hans, Mathias Gidsel og Hans Lindberg voru næstir á eftir með átta og sjö mörk. Lindberg skoraði sex marka sinn úr vítaköstum.

Timo Kastening skoraði sjö mörk og var markahæstur með sjö mörk þegar litið er til markahæstu leikmanna MT Melsungen. Ivan Martinovic var næstur á eftir með sex mörk.

Sjöunda liðið

Danski handknattleiksmaðurinn Rasmus Boysen bendir á þá athyglisverðu staðreynd í kvöld að í tíunda sinn frá stofnun þýsku búndeslígunnar, 1. deildar, tekst liði að vinna tíu fyrstu leiki sína, eins og Füchse Berlin hefur nú gert. Sex af níu liðum hafa orðið meistarar vorið eftir. Þekktasta dæmið er THW Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sem vann alla 34 leiki sína í deildinni leiktíðina 2011/2012.

Samantekt Boysen:

  • VfL Gummersbach (67/68).
  • Frisch AUF Göppingen (69/70).
  • TBV Lemgo (02/03).
  • THW Kiel (11/12).
  • Rhein-Neckar Löwen (12/13, 15/16).
  • SG Flensburg-Handewitt (16/17, 18/19).
  • SC Magdeburg (21/22).
  • Füchse Berlin (23/24).

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -