- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslenska karlalandsliðið er áfram í efsta flokki

Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníu eftir rúma viku í Laugardalshöll. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í efsta styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts karla í Kaupmannahöfn 21. mars. Er það óbreytt frá því þegar dregið var í undankeppni EM2024 vorið 2022. Þá sat íslenska landsliðið einnig í efsta flokki.
Dregið verður í átta riðla með fjórum liðum í hverjum.

Undankeppnin hefst í haust og lýkur vorið 2025. Lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026.

Ísland mun dragast á móti einu liði úr öðrum, þriðja og fjórða flokki. Út því kemur fjögurra liða riðill. Leikið verður heima og að heiman, alls sex leikir á hvert lið. Tvær umferðir fara fram í október en hinar fjórar undir vorið 2025. Lið 20 þjóða fara áfram úr riðlakeppninni í lokakeppnina.

1. flokkur: Þýskaland, Spánn, Ungverjaland, Ísland, Króatía, Slóvenía, Portúgal, Holland.
2. flokkur: Austurríki, Svartfjallaland, Serbía, Pólland, Tékkland, Norður Makedónía, Færeyjar, Grikkland.
3. flokkur: Bosnía, Slóvakía, Belgía, Sviss, Rúmenía, Litáen, Úkraína, Ítalía.
4. flokkur: Finnland, Ísrael, Eistland, Georgía, Tyrkland, Lúxemborg, Kósovó, Lettland.

Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Evrópumeistarar Frakklands taka ekki þátt í undankeppninni.

Hvíta-Rússland og Rússland fá ekki að vera með.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -