- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið er eitt af þeim allra bestu

Ales Pajovic landsliðsþjálfari Austurríkis í karlaflokki. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Framundan eru tveir erfiðir leikir þar sem við eru fyrirfram veikara liðið,“ segir Ales Pajovic, landsliðsþjálfari Austurríkis í handknattleik í samtali á heimasíðu austurríska handknattleikssambandsins. Þar er fjallað um val Pajovic á 17 leikmönnum sem hann teflir fram gegn íslenska landsliðinu í tveimur umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu. Leikirnir fara fram 13. apríl í Bregenz í Austurríki og þremur dögum síðar á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Valinn maður í hverju rúmi

„Við verðum að vera vel einbeittir og á fullri ferð frá upphafi til enda í báðum leikjum,” segir Pajovic ennfremur og bætir við. „Íslenska landsliðið er eitt af allra bestu landsliðum heims með valinn mann í hverju rúmi. Ég er sannfærður um að ef liðið hefði komist í undanúrslit á EM í janúar hefði það unnið til verðlauna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa leikið saman um talsvert skeið. Þeir eru baráttuglaðir og leika kraftmikinn handknattleik.“


Pajovic tók við þjálfun austurríska landsliðsins snemma árs 2019 af Patreki Jóhannessyni. Um árabil var Pajovic einn allra fremsti handknattleiksmaður Slóvena.

Leika í sjö þjóðlöndum

Átta af 17 leikmönnum austurríska landsliðsins leika með félagsliðum í Austurríki, aðrir eru hjá félagsliðum í Grikklandi, Ungverjalandi, Frakklandi, Póllandi, Sviss og Þýskalandi.

Bætast í hópinn

Lukas Hutecek, samherji Bjarka Más Elíssonar hjá Lemgo, og Boris Zivkovic voru ekki með í leikjunum við Eistlendinga í 1. umferð umspilsins sem austurríska liðið vann naumlega. Annar var meiddur en hinn var fjarverandi vegna þess að eiginkona hans vænti barns.


Að stærstum hluta er um að ræða sömu leikmenn og voru í austurríska landsliðinu sem hafnaði í 20. sæti á EM í janúar eftir þrjá tapleiki, 36:31 fyrir Póllandi, 34:29 fyrir Þýskalandi og 29:26 á móti Hvíta-Rússlandi.


Markverðir:
Ralf Patrick Häusle, Bregenz.
Constantin Möstl, Westwien.
Aðrir leikmenn:
Nikola Bilyk, THW Kiel.
Eric Damböck, HC Fivers.
Daniel Cicker, Eisenach.
Debastia Frimmer, Pick Szeged.
Lukas Herburger, Kadetten Schaffhausen.
Lukas Hutecek, Lemgo.
Elias Kofler, Westwien.
Michael Miskovez, Schwaz Hanball Tirol.
Mortiz Mittendorfer, Westwien.
Julian Ranftl, Westwien.
Lukas Schweighofer, Alpla Hard.
Nikolas Stevanovic, AEK Aþena.
Tobias Wager, Toulouse.
Robert Weber, Nordhorn.
Boris Zivkovic, Azoty Pulawy.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -