- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið er í níunda sæti í Evrópu

Íslenska landsliðið leikur við Færeyjar í Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla situr í níunda sæti á styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF, sem gefin var út í gær. Á listanum hafa verið lögð saman stig sem evrópsk landslið hafa safnað saman eftir árangri þeirra í undan- og aðalkeppni þriggja síðustu stórmóta, þ.e. HM 2021, HM 2023 og EM 2022. Á listanum eru 50 þjóðir sem öll eiga aðild að EHF.

Fáum kemur á óvart að heimsmeistarar Danmerkur eru efstir á listanum með 448 stig. Danir hafa unnið bæði heimsmeistaramótin sem tímabil listans nær yfir auk þess að hreppa þriðja sætið á EM 2022.

Ísland er með 196 stig. Munar þar miklu að fá stig fengust fyrir árangurinn á HM 2021, 36.

Evrópumeistarar Svía eru í öðru sæti með 424 stig. Spánverjar eru í þriðja sæti með 400 stig og Frakkar sitja í fjórða sæti með 384 stig. Nokkuð bil er í stigagjöfinni áður en kemur að Norðmönnum í fimmta sæti. Þjóðverjar er í sjötta sæti og Ungverjar í sjöunda.

Króatar er næstir á undan íslenska landsliðinu með 212 stig. Slóvenar eru í sæti á eftir Íslandi með 192.

Hér fyrir neðan er hlekkur á listann í heild og stigafjölda fyrir hvert mót.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -