- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir til leiks í Innsbruck í Austurríki 28. nóvember þegar landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu í fyrsta sinn í 12 ár. Andstæðingarnir verða landslið Hollands, Þýskalands og Úkraínu. Það kom í ljós í dag þegar dregið var í sex riðla mótins. Ísland var í þriðja flokki af fjórum og fékk Úkraínu úr fjórða flokki.
Tvö lið komast áfram úr riðlinum en tvö halda heim á að lokinni riðlakeppninni.
Evrópumótið fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember.
Noregur er ríkjandi Evrópumeistari.

Riðlaskipting:
| A-riðill – Debrecen: | B-riðill – Debrecen: |
| Svíþjóð | Svartfjallaland |
| Ungverjaland | Rúmenía |
| N-Makedónía | Serbía |
| Tyrkland | Tékkland |
| C-riðill – Basel: | D-riðill – Basel: |
| Frakkland | Danmörk |
| Spánn | Sviss |
| Pólland | Króatía |
| Portúgal | Færeyjar |
| E-riðill – Innsbruck: | F-riðill – Innsbruck: |
| Noregur | Holland |
| Austurríki | Þýskaland |
| Slóvenía | Ísland |
| Slóvakía | Úkraína |
- Riðlakeppnin verður leikin í Debrecen í Ungverjalandi, Basel í Sviss og Innsbruck í Austurríki.
- Tvö lið halda áfram úr hverjum riðli yfir milliriðla. Tvö neðstu liðin falla úr leik.
- Milliriðlar verða leiknir í Debrecen og Vínarborg.
- Færeyjar og Tyrkland taka í fyrsta sinn þátt
- Úrslitahelgi EM fer fram í Vínarborg.
- EM hefst 28. nóvember og lýkur með úrslitaleik 15. desember.
Sjá einnig:
- Auglýsing -




