- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið verður í Kristianstad á EM karla 2026

Íslendingar fjölmenntu til Kristianstad á HM 2023. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið leikur í Kristianstad í Svíþjóð ef því tekst að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karlalandsliða í Svíþjóð, Noregi og í Danmörku í janúar 2026. Landsliðið lék einnig í Kristianstad í riðlakeppni HM 2023 og fékk frábæran stuðning frá þúsundum Íslendinga sem fjölmenntu til sænska bæjarins. Hver mótshaldari gat valið eitt landslið í riðil í heimalandi.

Svíar vildu Íslendinga

„Mótshaldarar höfðu samband við HSÍ fyrir nokkrum mánuðum síðan og óskuðu eftir því að staðsetja Ísland í Kristianstad. HSÍ samþykkti það enda þægilegt ferðalag fyrir stuðningsmenn í gegnum Kaupmannahöfn auk þess sem frábær stemning myndaðist í borginni á HM 2023,“ sagði Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ við handbolta.is í morgun.

Sænska landsliðið verður ekki í sama riðli og það íslenska.

Gert með fyrirvara

Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í morgun að búið væri að staðsetja þrjú landslið í riðlakeppni EM 2026 þótt enn sé undankeppnin ekki hafin. Vitanlega er niðurröðunin gerð með fyrirvara um þátttöku landsliðanna á mótinu. Eina sem víst er að Danmörk, Noregur og Svíþjóð verða með auk Evrópumeistara Frakka.

Þessum þremur landsliðum hefur verið raðað:
Þýska landsliðið verður í A-riðli í Herning í Danmöku.
Færeyska tekur sæti í D-riðli í Ósló í Noregi.
Ísland verður í F-riðli í Kristinstad í Svíþjóð.
Fyrstu miðar á leikina í Svíþjóð fara í sölu 12. september.

Hefst í nóvember

Undankeppni EM 2026 hefst í byrjun nóvember. Íslenska landsliðið leikur við landslið Bosníu, Georgíu og Grikklands. Fyrsti leikurinn verður við Bosníu í Laugardalshöll 6. nóvember. Fjórum dögum síðar verður leikið við landslið Geogíu í Tbilisi.

Sjá einnig:
Ísland mætir Georgíu í fyrsta sinn – dregið í riðla undankeppni EM 2026

Fara rakleitt úr Höllinni austur til Tíblisi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -