- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslensku stelpurnar luku keppni á HM með 15 marka sigri

Leikmenn íslenska landsliðsins á HM 18 ára landsliða. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska stúlkurnar í 18 ára landsliðinu í handknattleik unnu landslið Angóla með yfirburðum, 15 marka mun, 36:21, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Chuzhou í morgun. Þetta var annar sigur íslenska liðsins í röð sem hafnaði þar með í 25. sæti af 32 þátttökuliðum.

Staðan var 18:11 eftir fyrri hálfleik fyrir íslenska liðið sem var með töluverða yfirburði frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Varnarleikurinn var einstaklega góður. Léku angólsku stúlkurnar sig í þrot hvað eftir annað. Ingunn María Brynjarsdóttir var frábær í markinu.

Sóknarleikurinn var með allra besta móti. Við þetta réðu leikmenn angólska liðsins ekki.
Strax í upphafi síðari hálfleiks var ljóst að íslensku stelpurnar ætluðu ekki að gefa þumlung eftir. Þær náðu fljótlega 10 marka forskoti sem þær bættu jafnt og þétt við allt til síðustu mínútu. Varnarleikur og markvarsla voru áfram framúrskarandi sem skilaði sér í áfram í öflugum varnarleik.

Allir leikmenn íslenska liðsins komu við sögu í leiknum. Meira að segja Arna Karitas Eiríksdóttir sem meiddist illa snemma móts og hefur ekki verið með síðan. Hún kom inn á völlinn undir lokin og skoraði úr vítakasti.

Mörk Íslands: Dagmark Guðrún Pálsdóttir 6, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 5, Guðrún Hekla Traustadóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 3, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Ágústa Rún Jóhannsdóttir 1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1/1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 12, 43% – Ingibjörg Lovísa Hauksdóttir 5/1, 56%.

HM18 kvenna – leikjadagskrá, úrslit, mótslyktir

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -