- Auglýsing -
- Auglýsing -

​​​​​Íslenskur KÓNGUR ekki á ferð í Þýskalandi?

Ómar Ingi Magnússon varð markakóngur og besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar 2021. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Þó svo að handknattleikstímabilið 2023-2024 sé rétt að byrja í Þýskalandi, eru litlar líkur á að íslenskur kóngur; Markakóngur!, verði krýndur í Þýskalandi á vordögum, líkt og var gert tvö ár í röð; 2020 og 2021, þegar Bjarki Már Elísson, Lemgo, og Ómar Ingi Magnússon. Magdeburg, tóku við kórónunni. Áður höfðu tveir íslenskir kóngar ráðið yfir svæðum við Lemgo og Gummersbach, Sigurður Valur Sveinsson 1985 og Guðjón Valur Sigurðsson 2007.


Þegar Bjarki Már varð markakóngur 2020, skoraði hann 216 mörk í 27 leikjum, eða að meðaltali 8 mörk í leik. Skotnýting hans var 75,27%.

 * Guðjón Valur skoraði 265 mörk í 34 leikjum 2006, eða að meðaltali 7,76 mörk í leik. 

 * Sigurður Valur skoraði 191 mark í 26 leikjum 1985, eða að meðaltali 7,35 mörk í leik.

 * Ómar Ingi skoraði 274 mörk í 39 leikjum 2021, eða að meðaltali 7,21 mark í leikn. Skotnýting 68,5%.

Bjarki Már Elísson átti afar góðu gengi að fagna hjá Lemgo. Mynd/Aðsend

Þess má geta að Bjarki Már var í þriðja sæti yfir markahæstu menn 2021 með 254 mörk, eða að meðaltali 6,86 mörk í leik og hann var einnig í þriðja sæti 2022 með 234 mörk, eða að meðaltali 6,88 mörk í leik. Þá var Ómar Ingi í öðru sæti með 237 mörk, eða að meðaltali 7,18 mörk í leik.

Viggó Kristjánsson hefur verið með skæðari sóknarmönnum í Þýskalandi hin síðari ár. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Viggó Kristjánsson, Stuttgart, var í sjötta sæti 2021, rétt á eftir Ómari Inga og Bjarka Már, með 230 mörk í 38 leikjum, eða að meðaltali 6,05 mörk í leik.

Bjarki Már var farinn til Ungverjalands fyrir keppnistímabilið 2022-2023, en Ómar Ingi lék aðeins 15 leiki vegna meiðsla og varð í 59. sæti á markalistanum, með að meðaltali 6,80 mörk í leik.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var leikmaður ársins hjá SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg/Franzi Gora

Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg, var markahæsti Íslendingurinn sl. keppnistímabil; í 9. sæti með 152 mörk í 31 leik, eða að meðaltali 4,90 mörk í leik.

Það er ljóst að leikmenn verða að vera að skora að meðaltali meira en 7 mörk í leik, til að eiga möguleika á að vera krýndir Markakóngar!

Íslensku leikmennirnir þrettán, sem leika í 1. deild, eru nokkuð langt frá því þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar.

Elvar Örn og Ómar Ingi hafa skorað mest

Nú þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar í 1. deildarkeppninni í Þýskalandi hafa þeir Elvar Örn Jónsson, Melsungen og Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, skorað flest mörk Íslendinga; 18 mörk hvor. Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach, er næstur á blaði með 17 mörk og þá Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten, 13 mörk og Viggó Kristjánsson, Leipzig, 11 mörk, Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen 7 mörk og Janus Daði Smárason, Magdeburg 6 mörk. 

* Elvar Örn hefur skorað 18 mörk í þremur leikjum, að meðaltali 6 mörk í leik.

* Ómar Ingi hefur skorað 18 mörk í fjórum leikjum; meðaltal 4,5 mörk í leik.

* Elliði Snær hefur skoraði 17 mörk í fjórum leikjum; að meðaltali 4,25 mörk í leik.

Þeir félagar verða að gera mun betur, ef þeir ætla að blanda sér í markakóngsbaráttu.

Elliði Snær Viðarsson línumaður Gummersbach. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Zehnder með 36 mörk

Svisslendingurinn Manuel Zehnder – 23 ára leikstjórnandi hjá Eisenach, er nú markahæstur með 34 mörk í fjórum leikjum, 13-5-8-8. Að meðaltali 8,5 mörk í leik. Þess má geta til gamans að hann skoraði aðeins 48 mörk í 34 leikjum með Erlangen á síðasta keppnistímabili, eða 1,4 mörk í leik.  Zehnder hefur tekið miklum framförum.

Þeir leikmenn sem eru nú efstir á blaði í keppninni um markakóngstitilinn eru:

34 – Manuel Zehnder, Eisenach.

26 – Johannes Golla, Flensburg.

24 – Eric Johansson, Kiel.

24 – Lasse Bredekjaer Andersson, Füchse Berlín.

24 – Mathias Gidsel,  Füchen Berlín.

23 – Niels Gerardus Versteijnen, Lemgo.

22 – Samuel Zehnder, Lemgo.

22 – Mads Kjeldgaard Andersen, Bergischer.

22 – Emil Jakobsen, Flensburg.

21 – Johannes Golla, Flensburg.

21 – Lenny Rubin, Watzlar.

21 – Alexander Saul, Eisenach.

21 – Marius Seinhauser, Hannover-Burgdorf.

21 – Pagtrick Volz, Balingen-Weilstetten.

20 – Kay Smits, Flensburg.

Teitur fær fá tækifæri

Teitur Örn Einarsson hefur tekið þátt í fjórum leikjum með Flensburg, en fengið fá tækifæri. Liðið gerði jafntefli við Lemgo í kvöld á útivelli, 31:31. Teitur Örn komst ekki á blað yfir markaskorara, frekar en í þremur fyrstu leikjum liðsins.

Auf Wiedersehn

Sigmundur Ó. Steinarsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -