- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísrael fór áfram – Erlingur mætir Portúgal

Erlingur Richardsson er orðaður við landslið Sádi Arabíu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landslið Ísrael er komið áfram í síðari umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla eftir að hafa fremur óvænt lagt landslið Litáen öðru sinni í dag, 27:25, í síðari viðureign liðanna í Alytus í Litáen. Ísrael vann einnig fyrri viðureignina í Tel Aviv á miðvikudagskvöld og mætir ungverska landsliðinu í umspilsleikjum um og upp úr miðjum apríl.

Sviss er úr leik

Landslið Sviss er úr leik eftir annað tap fyrir landslið Portúgals í dag, 33:28, í Winterthur í Sviss. Portúgalska landsliðið vann með samanlagt 12 mörkum í leikjunum tveimur, 66:54.

Portúgal mætir Erlingi Richardssyni og lærisveinum hans í hollenska landsliðinu í umspilsleikjunum í næsta mánuði. Holland og Portúgal voru saman í riðli á EM í janúar. Hollenska liðið vann viðureignina á EM með einu marki, 32:31.

Vegna góðs árangurs á EM sat hollenska landsliðið yfir í fyrstu umferð umspilsins.

Bíðum leiksins í Tallin

Aðeins ein viðureign er eftir í 1. umferð forkeppninnar. Við Íslendingar horfum til hennar en það er viðureign Eistlands og Austurríkis. Sigurliðið úr einvíginu mætir íslenska landsliðinu í næstu umferð. Leikur Eistlands og Austurríkis hefst síðar í dag í Tallin. Austurríki er með tveggja marka forskot eftir sigur á heimavelli á fimmtudaginn, 35:33.


Viðureignir í síðari umferð umspilsins í apríl:
Finnland – Króatía.
Grikkland – Svartfjallaland.
Þýskaland – Færeyjar.
Tékkland – Norður Makedónía.
Slóvenía – Serbía.
Portúgal – Holland.
Ísrael – Ungverjaland.
Austurríki/Eistland – Ísland.

Leikið verður heima og að heiman frá 13. til 17. apríl.

Belgar tryggðu sér sæti á HM í gær. Þeir hlupu yfir aðra umferð vegna þess að Rússum var vikið úr keppni eftir innrásina í Úkraínu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -