- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íþróttastjórinn tekur ekki undir með Hansen

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Talsmaður danska handknattleikssambandsins tekur ekki undir gagrýni stórstjörnu danska landsliðsins Mikkel Hansen í samtali við Jyllands-Posten í gær um að ekki sé forsvaranlegt að vera með þúsundir áhorfenda á leikjum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Egyptalandi á sama tíma og leikmenn séu nánast í einangrun. Hansen sagði að hann velti alvarlega fyrir sér að fara ekki með danska landsliðinu á HM af þessu sökum. Kastaði hann sannkallaðri sprengju inn í undirbúning mótsins með orðum sínum.


Morten Henriksen, íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, tekur ekki undir gagnrýni Hansen um að heilsu leikmanna kunni að vera hætta búin þótt áhorfendur verði á leikjum mótsins. „Ég er sáttur við þær skýringar sem komið hafa frá skipuleggjendum HM í Egyptalandi hvernig málum verði háttað varðandi áhorfendur á leikjum,“ sagði Henriksen við TV2 í Danmörku.


Henriksen segir að þótt áhorfendur verði á leikjum mótsins þá þýðir það ekki að leikmenn verði ekki áfram í sóttkví eða einangrun á hótelum og eigi ekki í beinum samskiptum við fólk utan þess hóps sem þeir dvelja með innan síns mengis. Leikmenn verði í fjarlægð við áhorfendur. Ekkert bendi til þess að mótshaldarar geti ekki tryggt að heilsu leikmanna verði ekki ógnað vegna nærveru áhorfenda. Henriksen undirstrikar að Danir væru ekki á leið til Egyptalands hafi það atriði ekki verið fullkomlega tryggt af mótshöldurum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -