- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

„Íþróttin okkar er deyjandi“

- Auglýsing -

Það er víðar en á Íslandi þar sem peningleysi hrjáir rekstur handknattleiksfélaga. Í Serbíu er staðan alvarleg að sögn Vladan Matić þjálfara Vranje sem er í sjötta sæti af 12 liðum úrvalsdeildar karla. Matić sendi á dögunum frá sér neyðarkall vegna ástandsins hjá sínu félagi sem er í sömu stöðu og mörg önnur handboltalið í Serbíu.

Þrír fjórðu liðanna í vanda

Hann segir að þrír fjórðu félaganna sem eiga sæti í efstu deild karla séu í alvarlegum vanda. Hann segir handknattleik á fallandi fæti í Serbíu vegna fjárhagserfiðleika.

„Íþróttin okkar er deyjandi. Við erum öll í miklum vandræðum,“ sagði Matic á blaðamannfundi eftir kappleik við Vojvodina í Novi Sad á dögunum og Balkan handball segir frá.

„Meira en þrír fjórðu liða deildarinnar eru í fjárhagsvandræðum, kannski öll liðin. Milljónum er dælt í körfubolta og fótbolta, enginn gefur þessum minni íþróttum gaum,“ segir Matic sem dregur upp dökka mynd af framtíð handknattleiks í Serbíu en svo mátti skilja að lið hans væri nánast rekið fyrir einn dag í einu.

Áhugamannaíþrótt?

„Kannski er framtíðin sú að handbolti verði bara að vera áhugamanna- eða skólaíþrótt og þá er það búið. Það er erfitt fyrir okkur sem höfum verið lengi í handboltanum að hugsa til þess,“ segir Vladan Matić þjálfari Vranje í Serbíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -