Ívar Bessi Viðarsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV. Samningurinn gildir út leiktíðina voru 2027. Ívar Bessi hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og hefur hægt og rólega unnið sig inn sem mikilvægur hlekkur í liði liðsins.
Ívar Bessi, sem vaskur og vaxandi varnarmaður, lék í vetur 11 leiki með meistaraflokki félagsins og skoraði í þeim 6 mörk.
Ívar Bessi hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands síðustu árum. Síðasta verkefni hans á því sviði var æfingamót með 21 árs landsliðinu í Frakklandi í mars. Ívar Bessi stefnir ótrauður með 21 árs landsliðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Póllandi síðari hluta júnímánaðar.
Ívar Bessi er yngri bróðir Elliða Snæs og Arnórs Viðarssona sem leika báðir í Þýskalandi. Elliði með Gummersbach en Arnór er hjá Bergischer HC.