- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jafnt í uppgjöri Íslendinga

Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo. Mynd/Lemgo Lippe
- Auglýsing -

Tim Suton leikmaður Lemgo sá til þess að jafntefli varð í uppgjöri Íslendingaliðanna Stuttgart og og Lemgo í Porsche Arena í Stuttgart í dag að viðstöddum 500 áhorfendum þegar liðið mættust í þýsku 1.deildinni í handknattleik. Liðin eru þar með jöfn með fimm stig eftir fjóra leik eins og Füchse Berlin og Melsungen í áttunda til ellefta sæti deildarinnar.

Í jöfnum leik þá var Stuttgart með tveggja marka forskot þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru til leiksloka, 26:24, en tókst ekki að skora mark eftir það.

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, þar af þrjú úr vítakasti. Elvar Ásgeirsson lék eingöngu í vörn liðsins og fékk bæði gult spjald og brottvísun í tvær mínútur.

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Lemgo. Hann skoraði sjö mörk en brást bogalistin í tveimur vítaköstum.

Janus Daði Smárason skoraði einu sinni fyrir Göppingen á heimavelli í jafntefli við HC Erlangen í baráttuleik liðanna í suðurhluta Þýskalands. Erlangen var marki yfir í hálfleik, 14:13. Göppingen er í 13. sæti með þrjú stig og á leik til góða á Erlangen sem einnig er með þrjú stig í sætinu fyrir neðan.

Hvorki gengur né rekur hjá Oddi Gretarssyni og félögum í Balingen. Þeir steinlágu í dag fyrir Tusem Essen sem hafði ekki unnið leik í deildinni þegar kom að leiknum í Essen í dag, 33:27. Essen liðið var á tímabili með átta marka forskot. Aðeins munaði þremur mörkum á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:15. Oddur skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti.

Loks vann Nordhorn sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu þegar liðið lagði nýliða Coburg, 29:26, á útivelli.

Leipzig 7(4), SC Magdeburg 6(4), Wetzlar 6(4), Rhein-Neckar Löwen 6(4), Bergischer 6(49, Kiel 6(4), Flensburg 6(4), Lemgo 5(4), Stuttgart 5(4), F. Berlin 5(4), Melsungen 5(4), Hannover-Brugdorf 4(4), Göppingen 3(3), Erlangen 3(4), Essen 2(3), Nordhorn 2(3), Minden 1(4), Balingen 0(4), Ludwigshafen 0(4), Coburg 0(4).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -