- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Jafntefli hjá Færeyingum í háspennuleik í Dortmund

- Auglýsing -

Færeyingar náðu jafntefli við Serba í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í Westafalenhallen í Dortmund í dag, 31:31. Jana Mittún jafnaði metin úr vítakasti þegar sex sekúndur voru eftir af leiktímanum. Jafnteflið er enn ein rósin í hnappagat færeyska landsliðsins sem svo sannarlega hefur staðið sig frábærlega á sínu fyrsta heimsmeistarmóti.

Rautt spjald og vítakast

Leikurinn var hrikalega spennandi. Allt benti til þess að færeyska liðið væri að tapa leiknum hálfri mínútu fyrir leikslok þegar Súna Hansen brást bogalistin í góðu færi í stöðunni 31:30 fyrir Serba. Svo reyndist alls ekki vera því Serbar töpuðu boltanum eftir að sókn þeirra rann út sandinn átta sekúndum fyrir leikslok. Færeyski markvörðurinn var hindraður af leikmanni Serba við að koma boltanum í leik. Eftir að hafa skoðað atvikið af skjá dæmdu dómarar leiksins Færeyingum vítakast auk þess sem Serbinn fékk rautt spjald. Jana Mittún kórónaði stórleik sinn og skoraði 10. mark sitt í leiknum er hún jafnaði metin, 31:31. Einnig átti hún sjö stoðsendingar.

Serbar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14. Jafnt var síðan á öllum tölum ef heita má í síðari hálfleik.

Jana Mittún var markahæst með 10 mörk í 11 skotum fyrir færeyska landsliðið. Pernille Brandenborg skoraði sex mörk og Súna Krossteig Hansen fimm mörk.

Katarina Krpez-Slezak og Jovana Skrobic skoruðu átta mörk hvor fyrir Serbíu.

Næst gegn Íslandi

Jafntefli nægir Færeyingum ekki til þess að eiga áfram von um sæti í átta liða úrslitum en frammistaða liðsins hefur engu að síður farið fram úr björtustu vonum. Síðasti leikur Færeyinga verður við Íslendinga á laugardagskvöld klukkan 19.30.

Serbar hafa fimm stig í öðru sæti riðilsins og mæta Svartfellingum á laugardaginn í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum á laugardag. Áður en að því kemur mæta Þjóðverjar liði Svartfjallalands í kvöld. Eftir þá viðureign eigast við Ísland og Spánn.

BEINLEIÐIS: Brend skot sníkja seg inn – stórt drama í Dortmund

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -