- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jafntefli í uppgjöri efstu liðanna – úrslit og markskor dagsins

Hildur Guðjónsdóttir var markahæst hjá FH í kvöld. Mynd/J.L.Long

FH og Selfoss skildu jöfn, 28:28, í viðureign tveggja efstu liða Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13.

Tinna Sigurrós Traustadóttir átti enn einn stórleikinn á tímabilinu fyrir Selfossliðið. Hún skoraði 14 mörk í dag, helming marka liðsins.

Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði 14 mörk fyrir Selfoss í dag. Mynd/J.L.Long


FH er áfram efst í deildinni með 27 stig eftir 17 leiki og er þremur stigum á undan Selfoss sem á reyndar þrjá leiki til góða á Hafnarfjarðarliðið. Þar á meðal er viðureign við ÍR-inga sem eru í þriðja sæti. Þeirri viðureign hefur orðið að fresta a.m.k. þrisvar sinnum.


ÍR er stigi á eftir Selfossi í þriðja sæti með 23 stig og hefur einnig lokið 14 leikjum og eins og Selfoss. ÍR vann ungmennalið ÍBV örugglega í Austurbergi í dag, 25:21.


Í þriðja leik dagsins vann ungmennalið HK ungmennalið Stjörnunnar í afar jöfnum leik í TM-höllinni, 29:28. HK fór upp í fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri.

Fanney Þóra Þórsdóttir, fyrirliði FH, sækir að Ingu Sól Björnsdóttur, varnarmanni Selfoss. Mynd/J.L.Long

Úrslit dagsins og markaskorarar

FH – Selfoss 28:28 (16:13).
Mörk FH: Fanney Þóra Þórsdóttir 8, Hildur Guðjónsdóttir 8, Emilía Ósk Steinarsdóttir 3, Ivana Meincke 3, Hrafnhildur Þorleifsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðarsdóttir 1, Emma Havin Sardarsdóttir 1.
Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 14, Roberta Strope 5, Emilía Kjartansdóttir 3, Elínborg Þorbjörnsdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Katla Ómarsdóttir 1.


ÍR – ÍBV U 25:21 (14:9).
Mörk ÍR: Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Fanney Ösp Finnsdóttir 4, Sylvia Jónsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 3, Stefanía Ósk Hafberg 3, Anna María Aðalsteinsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Ksenija Dzaferovic 1.
Mörk ÍBV U.: Aníta Björk Valgeirsdóttir 5, Sara Sif Jónsdóttir 5, Ólöf María Stefánsdóttir 5, Herdís Eiríksdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Katla Arnarsdóttir 1, Amelía Einarsdóttir 1.


Stjarnan U – HK U 27:28 (12:14).
Mörk Stjörnunnar: Katla María Magnúsdóttir 11, Adda Sólbjört Högnadóttir 6, Thelma Sif Sófusdóttir 3, Hekla Rán Hilmarsdóttir 2, Ásthildur Bjarkadóttir 2, Birta María Sigmundsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Birta Líf Haraldsdóttir 1.
Mörk HK U.: Alfa Brá Oddsdóttir 7, Embla Steindórsdóttir 6, Margrét Guðmundsdóttir 4, Amelía Laufey Miljevic 3, Telma Medos 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -