- Auglýsing -
Hornamaðurinn Jakob Martin Ásgeirsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild FH. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni í morgun en þar segir að Jakob Martin sé rótgróinn FH-ingur en hann hefur ekki leikið með öðru félagi.
Jakob Martin skoraði 78 mörk í 21 leik með FH Olísdeildinni í vetur en FH hafnaði í öðru sæti. Reikna má með að Jakob Martin mæti galvaskur til leiks með FH-liðinu á fimmtudagskvöld þegar það tekur á móti ÍBV í fyrst umferð undanúrslita Olísdeildar karla. Flautað verður til leiks klukkan 18.
FH vann Selfoss í átta liða úrslitum Olísdeildar í tveimur leikjum síðla í síðasta mánuði.
- Auglýsing -