FH situr eitt í efsta sæti Olísdeildar karla eftir sigur á Fram í 12. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Jakob Martin Ásgeirsson skoraði sigurmark FH 15 sekúndum fyrir leikslok eftir mikinn endasprett FH-liðsins.
FH var fjórum til fimm mörkum undir fram yfir miðjan síðari hálfleik þegar vopnin snerust í höndum leikmanna Fram. Ekki síst vegna stórleiks Birkis Fannars Bragasonar sem stóð í marki FH á lokakaflanum. Hann varði allt hvað af tók, m.a. síðasta skot Framara á lokasekúndunni.
Átta mörk á fimm mínútum
Hafi endasprettur FH-inga verið öflugur þá var lokakafli HK-inga hreint ótrúlegur gegn Stjörnunni í Kórnum í kvöld. HK var átta mörkum undir fimm og hálfri mínútu fyrir leikslok þegar Ísak Logi Einarsson kom Stjörnunni, 27:19 yfir. Þá varð skipbrot hjá Stjörnunni sem lauk með því að HK-ingar skoruðu átta síðustu mörkin á síðustu fimm mínútunum. Leiknum lauk með jafntefli, 27:27.
Hreint ótrúleg úrslit í ljósi þess hver staðan var fimm mínútum fyrir leiklok þegar Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði 20. mark HK. Leó Snær Pétursson skoraði 27. markið úr vítakasti þegar leiktíminn var úti.
Ekki stóð steinn yfir steini hjá Stjörnunni sem sá á eftir dýrmætu stigi sem HK-ingar fögnuðu ákaft eftir að hafa farið illa að ráði sínu lengst af viðureignarinnar.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Fram – FH 29:30 (16:14).
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 10, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 8, Ívar Logi Styrmisson 4/3, Marel Baldvinsson 3, Arnþór Sævarsson 1, Erlendur Guðmundsson 1, Rúnar Kárason 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 9, 33% – Arnór Máni Daðason 3, 20%.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7/3, Jóhannes Berg Andrason 7, Símon Michael Guðjónsson 6, Jón Bjarni Ólafsson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 7/1, 22,6% – Birkir Fannar Bragason 7, 58,3%.
Tölfræði HBStatz.
HK – Stjarnan 27:27( 12:17).
Mörk HK: Leó Snær Pétursson 8/3, Andri Þór Helgason 5/2, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Aron Dagur Pálsson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 2, Tómas Sigurðarson 2, Benedikt Þorsteinsson 1, Haukur Ingi Hauksson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 10/1, 27% – Róbert Örn Karlsson 3, 100%.
Mörk Stjörnunnar: Jóel Bernburg 6, Pétur Árni Hauksson 4, Ísak Logi Einarsson 4, Hans Jörgen Ólafsson 4, Tandri Már Konráðsson 3/1, Starri Friðriksson 3, Jóhannes Bjørgvin 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 15/2, 42,9% – Sigurður Dan Óskarsson 1, 12,5%.
Tölfræði HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.