- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jakob þjálfar bæði lið Kyndils á næsta tímabili

F.v.: Jakob Lárusson, David Edvardsen þjálfarar karlaliðs Kyndils á næsta keppnistímabili og Óli Hendrik av Fløtum, styrktarþjálfari. Mynd/Kyndill
- Auglýsing -

Handknattleiksþjálfari Jakob Lárusson hefur verið ráðinn annar þjálfari karlaliðs Kyndils í Þórshöfn í Færeyjum frá og með næsta keppnistímabili. Samhliða mun Jakob áfram vera aðalþjálfari kvennaliðs félagsins en undir stjórn hans varð Kyndilsliðið í öðru sæti í úrvalsdeild kvenna í vetur og ætlar sér ekki síðri árangur í úrslitakeppninni sem stendur fyrir dyrum.


Daninn David Edvardsen mun vinna við hlið Jakobs með karlaliðið en Edvardsen var einn með karlaliðið í vetur. Jakobi er ætlað að styrkja þjálfarateymi karlaliðsins enda með víðtæka reynslu af þjálfun.

Færeyingurinn Óli Hendrik av Fløtum verður styrktarþjálfari handknattleiksliðsins. Hann starfar einnig með knattspyrnuliði félagsins.


Mikill metnaður er í starfi Kyndils um þessar mundir, jafnt með kvenna- og karlaliðið. Er stefnan að sækja fram með bæði lið á næsta keppnistímabili. M.a. var á dögunum samið við tvo danska handknattleikskarla um að leika með Kyndilsliðinu á næstu leiktíð.


Framundan er úrslitakeppni í úrvalsdeild kvenna í Færeyjum. Jakob og liðsmenn Kyndils mæta liði Neistans í fyrsta sinn í undanúrslitum í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn. Mikill hugur er í Jakobi og leikmönnum Kyndils að komast alla leið í úrslit.


Jakob flutti til Færeyja á síðasta sumri og tók við þjálfun kvennaliðs Kyndils.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -