- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus Daði er óðum að nálgast fyrri styrk

Janus Daði Smárason í leik með Göppingen. Mynd/Göppingen
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason er óðum að nálgast sitt besta leikform ef marka má frammistöðu hans í dag með Göppingen þegar liðið vann TVB Stuttgart í viðureign keppinautanna í suður Þýskalandi, 34:32. Sé svo eru það afar jákvæð tíðindi fyrir íslenska landsliðið sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í næsta mánuði.


Janus Daði skoraði sjö mörk í níu skotum og átti þrjár stoðsendingar í leiknum.

Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Stuttgart, öll úr vítakaöstum. Hann átti einnig þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson kom lítið við sögu og komst ekki á blað að þessu sinni.


Leikið var á heimavelli Göppingen en þetta var síðasti leikur beggja liða fyrir áramót.


Mikill hasar var á endsprettinum. Göppingen var með þriggja marka forskot, 32:29, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Stuttgart náðu að jafna, 32:32, þegar 75 sekúndur voru eftir af leiktímanum.

Nemanja Zelenovic kom Göppingen yfir þegar mínúta lifði eftir af leiktímanum. Stuttgart fór í sjö manna sóknarleik til þess að freista þess að jafna metin. Allt kom fyrir ekki. Urh Kastelic, markvörður Göppingen, sá til þess þegar hann varði skot átta sekúndum fyrir leikslok. Kevin Gulliksen innsiglaði sigur Göppingen í þann mund sem leiktíminn var á enda runninn, 34:32.

Raunir Stuttgart á meðal neðstu liða deildarinnar halda áfram. Liðið er í þriðja neðsta sæti og gæti fallið niður í næst neðsta sæti vinni Balingen liðsmenn GWD Minden í slag botnliða deildarinnar sem hefst síðar í kvöld.

Göppingen er hinsvegar í fínni stöðu á meðal liðanna í efri hlutanum.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -