Janus Daði Smárason sótti sigur með félögum sínum í ungverska liðinu Pick Szeged á gamla heimavelli sínum, Trondheim Spektrum í Þrándheimi, í kvöld. Pick Szeged lagði Kolstad í hörkuleik, 36:33, og situr áfram í öðru sæti B-riðils með 12 stig. Janus Daði skoraði fimm mörk í leiknum og gaf fimm stoðsendingar.
Arnór Snær Óskarsson lék sinn fyrsta leik með Kolstad eftir að hafa gengið til liðs við félagið í upphafi vikunnar. Hann skoraði eitt mark. Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur Íslendinganna og einn af þremur markahæstu leikmönnum Kolstad með sex mörk. Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði ekki að þessu sinni.
Kolstad var marki undir eftir fyrri hálfleik, 17:16. Liðið er í sjötta sæti riðilsins með sex stig að loknum níu viðureignum. Það kann þó að breytast í kvöld þegar Magdeburg, sem er stigi á eftir, leikur.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.
Aalborg Håndbold færðist upp í þriðja sæti B-riðils með átta marka sigri á Indurstria Kielce, 34:26, í Álaborg. Aleks Vlah og Jack Thurin skoruðu sex mörk hvor fyrir Aalborg. Cezary Surgiel var markahæstur hjá Kielce með fjögur mörk.
Þetta var fjórða tap Industria Kielce í röð í deildinni. Liðin eru 14 ár síðan liðið tapaði fjórum leikjum í strikklotu í Miestaradeild Evrópu.
Staðan: